Ég gefst upp

Ok, það er alveg ljóst að það virkar ekkert til að hamla þessu spam rusli. Ég hef hent út 10 kommentum í dag, en akkúrat núna eru komin þrjú komment, sem voru ekki áðan. Þannig að þetta er vonlaust. Þetta verður bara að vera svona þangað til að ég fæ einhverja sniðuga lausn á þessu helvíti. Ég hugga mig við það að sennilega munu þessir SPAM-arar, sem ofmeta áhuga lesenda þessarar síðu á þýsku barnaklámi, allir brenna í helvíti.


Annars mæli ég með [þessari færslu hjá Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_02_dish_archive.html#110507592034498463).

Já og ég mæli líka með Neil Young, hann er snillingur. Fyrir nokkrum árum tók ég kast og keypti mér fulltaf plötum með honum. Núna er ég búinn að vera að renna þessu í gegn. Fyrir mörgum árum hlustaði ég gríðarlega mikið á [Harvest](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000002KD1/qid=1105300289/sr=8-1/ref=pd_csp_1/103-6728173-3002217?v=glance&s=music&n=507846) og núna um helgina er hún búin að vera í mikilli spilun. Æðisleg plata, sem allir ættu að eiga.


Fyrir okkur Makka nörda þá er [þetta](http://dms.tecknohost.com/macrumors/i/ihome/) spennandi ef að myndirnar reynast ófalsaðar.

**Uppfært**: og hálftíma seinna eru kommentin orðin 10. Ég þarf ekki í fokking megrun og ég þarf ekki að nota viagra. Og mig langar ekki að spila póker á netinu. Af hverju geta þessir fábjánar ekki skilið það og látið síðuna mína í friði? Djöfull fer þetta í taugarnar á mér!