Dagur 4

Jæja, fjórði veikindadagurinn í röð. Ég er að drepast úr leiðindum. Er búinn að hanga á netinu í bland við það að horfa á Cheers síðan ég vaknaði. Sýnist ekki að ég muni jafna mig á þessu í dag, þannig að enn einn dagurinn heima er framundan.

Það var eitt, sem ég hafði alltaf ætlað að biðja fólk um hjálp við. Ef þú hefur borðað á Serrano, sem og á Culiacan, geturðu sent mér póst. Ég ætla að leggja örfáar einfaldar spurningar fyrir fólk.

Endilega sendið mér póst á einarorn (@) gmail.com ef þið hafið BÆÐI borðað á Serrano og hinum staðnum. Öll hjálp er vel þegin.


Ég gerði í gær mína þriðju tilraun til að horfa á Return of the King á DVD. Er núna búinn með 2 klukkutíma. Kræst hvað þetta er löng mynd. Í þessum veikindum þakka ég samt fyrir það að ég hafi birgt mig upp af DVD diskum síðustu mánuði.

Sem betur fer er Liverpool leikur í kvöld. Verst að hann er á sama tíma og þessi Íslands-Amazing Race þáttur.


Hefur einhver komið til Frankfurt? Ég er að fara þangað á fund í byrjun febrúar og er að spá hvort ég eigi að vera yfir helgi, þar sem fundurinn er á föstudegi. Veit einhver hvort þetta sé skemmtileg borg, sem sé þess virði að eyða einni helgi í?