Gott sjónvarp

Ég mæli með [Kenny og Spenny](http://www.cbc.ca/kennyvsspenny/) á Popp Tíví. Ég hló mun meira að þeim þætti heldur en Office þættinum á undan. Það segir ansi mikið.

Þættirnir byggjast uppá tveim vinum, sem eru alltaf í keppni. Í þættinum, sem var sýndur í kvöld, voru þeir að keppast um hver gæti vakað lengur. Þetta er hrein kanadísk snilld! Ég held að þetta hafi verið endursýning, en þættirnir eru á mánudagskvöldum að mig minnir.

En Office þátturinn var líka auðvitað snilld. Ég á þessa þætti á DVD en horfði á þáttinn aftur í kvöld. Besta línuna átti David Brent:

>Spyrill “When was the last time you had an actual girlfriend?”
David Brent: “I don’t look on it as when. I look on it as who, and why.”

Snilld!


Finnst einhverjum þættir einsog Bacelor og Bachelorette vera skemmtilegir þegar þeir eru komnir á þetta 1on1 stefnumótastig? Er ég kannski bara bitur og leiðinlegur að finnast það með ólíkindum leiðinlegt sjónvarpsefni að horfa á fólk kúra uppí sófa?


Á kontakt listanum mínum eru fjórir veikir (eða allavegana fjórir, sem taka það fram). Ég held að ég hafi smitað fólk af flensu í gegnum MSN. Það hlýtur að teljast kraftaverk í læknaheiminum.