Ólafur Teitur og fréttayfirlit

Ólafur Teitur, frjálshyggju- og [Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/) maður er alveg ótrúlegur. Fyrir tveim vikum finnur hann einhvern prófessor, sem vill íhuga það að Ísland segi upp EES samningnum og tekur sjálfur við hann viðtal, sem er sett á forsíðu Viðskiptablaðsins.

Síðan fær hann til sín í sjónvarpssal hinn Íslendinginn, sem heldur uppi sömu skoðun og vitnar þar í eigin viðtal í Viðskiptablaðinu (sem hann tekur aldrei fram að hann hafi tekið) og lýsir því síðan sigri hrósandi í lok þáttarins að nú sé komin af stað umræða í þjóðfélaginu um að segja upp EES samningnum. Já, og svo kemur hann með 5 mínútna innslag um að RÚV hafi ekki haft einhverja frétt í fréttayfirliti á meðan að skyldar fréttir komust í yfirlitið. Algjör snilld!