Stjórnmálavitleysa

Ég er að fara til útlanda aftur á laugardaginn og verð í nærri tvær vikur í eintómu vinnu stússi. Nú er það ákveðið að ég fer til Kölnar, Frankfurt, Prag (nýtt land, Jibbíííííí) og svo til Amsterdam. Verð yfir helgi í Prag, þannig að ég get túristast. Er eitthvað, sem ég þarf nauðsynlega að gera í Prag?


Það skal enginn segja mér annað en að þessi [Birkir](http://www.framsokn.is/framsokn/kjornir_fulltruar/nordausturkjordaemi/birkir_jon_jonsson/) framsóknar-Alþingis-maður sé svona 10 árum eldri en ég! Lágmark! Ég neita að trúa öðru!!!

NEITA ÞVÍ!!!

(sjá [sönnunargagn A](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2005-01-24&file=4214482))


Úr sjónvarsfréttum RÚV:

>**Samfylkingin á Akureyri telur nauðsynlegt að næsti varaformaður Samfylkingarinnar verði af landsbyggðinni.**

*(Lemur hausnum í vegginn)*


Staksteinar í Mogganum er einhver alversta froða í íslenskum fjölmiðlum. Í síðustu viku birtist þessi snilld:

>**Í þeim kosningum var Ingibjörg Sólrun forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Hún varð ekki forsætisráðherra.**

>**Það er hægt að færa rök að því, að þjóðin hafi hafnað Ingibjörgu Sólrúnu, sem forsætisráðherra í síðustu kosningum.**

HALLÓ! Í fyrsta lagi legg ég til að Mogginn hætti að hafa Staksteina á síðustu innsíðunni í blaðinu, því þá endar maður alltaf lesturinn reiður. Í öðru lagi, eru þeir ekkert að grínast með þessa vitleysu?

Það vill svo til að Ingibjörg Sólrún, Halldór Ásgríms og Davíð Oddson voru öll í framboði í sama kjördæminu, Reykjavík Norður. Hvaða flokkur skyldi hafa fengið [flest atkvæði í Reykjavík Norður](http://www.kosningar2003.is/web/NyttEfni?ArticleID=1067)? Var það kannski Framsókn? Nei, Framsókn og Halldór Ásgríms fengu bara 11% atkvæða. Nú þá hlýtur það að hafa verið Davíð og Íhaldið! Neibbs, Davíð fékk bara 35%. Ingibjörg, Össur og Samfylkingin fengu hins vegar 36%.

Samfylkingin var því stærsti flokkurinn í þessu kjördæmi. Má því ekki með sömu rökum segja að þjóðin hafi líka hafnað Davíð og Halldóri sem forsætisráðherraefnum?

Málið er auðvitað að þjóðin getur hvorki valið né hafnað forsætisráðherraefnum. Það er einmitt svo að maður, sem fékk 4.199 atkvæði í síðustu kosningum, er forsætisráðherrann okkar.

Lifi lýðræðið og lifi Moggalógík!


Annars er þetta búinn að vera [ljómandi fínn dagur](http://kaninka.net/sverrirj/011747.html).