Bulls geta eitthvað!!!

Fyrirgefið, en gerið þið ykkur grein fyrir því að Chicago Bulls eru í [6. sæti](http://sports.espn.go.com/nba/standings) í Austurdeildinni?! Sjötta sæti! Einum og hálfum leik á eftir meisturum Detroit! Liðið, sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan Jordan hætti og byrjaði leiktíðina 0-9!

Liðið, sem byrjaði síðasta leik var skipað Luol Deng, Antonio Davis, Othella Harrington, Kirk Hinrich og Chris Duhon. Jamm, nöfn sem allir Íslendingar þekkja. Besti leikmaðurinn er hvítur og heitir Kirk Hinrich! Þetta lið er alveg stórkostlega magnað. Meira að segja Eddy Curry og Tyson Chandler eru byrjaðir að spila vel. Mest hefur þó munað um nýliðana Luol Deng og Ben Gordon.

En þetta er magnað og yndislega skemmtilegt, því Bulls hafa ekki getað neitt síðan ég byrjaði að halda með þeim. Ég ólst nefnilega upp sem Boston Celtics aðdáandi, en heillaðist af Bulls þegar ég bjó í Chicago. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig mér tókst að heillast af þeim, þar sem Jordan var þá hættur og liðið gat ekki neitt, en allavegana það gerðist. Mikið væri nú gaman ef þeir kæmust í úrslitakeppnina.

Annars var ég einmitt að koma úr körfubolta og þar með eru komnir þrír dagar í röð þar sem ég hef verið í íþróttum á kvöldin. Ég er gjörsamlega uppgefinn og orðinn ansi pirraður á að bíða eftir pizzunni minni.