Á rípít

Búinn að vinna síðan 8 í morgun með klukkutíma körfuboltahléi. Það er ágætis törn, enda komið fram yfir miðnætti.

Í iTunes eru eftirfarandi lög á rípít og hafa verið það undanfarna daga:

*Bob Dylan – Man in Me* (eitt aðallagið í Big Lebowski)
*Annie – Heartbeat*
*Bob Dylan – Standing in the Doorway*
*Like a Hurricane – Neil Young & Crazy Horse*. Algjörlega frábært lag. Ég elska Neil Young og þetta er að mínu mati besta rokklagið hans. Aðeins kántrí lögin á Harvest ná að toppa þessa snilld!