Laun þingmanna

Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt.

Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér. Veit einhver hvað þeir eru með í grunnlaun og hvað meðalþingmaðurinn fær í heildarlaun? Ég fann milljón greinar þar sem fólk kvartar yfir háum launum þingmanna, en enga grein þar sem minnst er á krónutölu. Það finnst mér magnað.