Gleraugu

Ok, prófaði að taka mynd af mér með gleraugun. Það er eitthvað yndislega sorglegt að vera að velta fyrir sér gleraugnakaupum á laugardagskvöldi, en hverjum er svo sem ekki sama 🙂

Allavegana, þetta eru önnur af tveim gleraugum, sem koma til greina. Fékk þau lánuð og miðarnir eru enn á glerjunum, þannig að það skemmir aðeins fyrir.

gleraugu.jpg

Hmmmm… Er þetta ég? Veit ekki alveg. Finnst ég virka eldri og gáfaðari en vanalega. Veit ekki hvort það sé gott.