Leiðtogar í Reykajvík

Aldrei nokkurn tímann mun ég halda því fram að það sé [skemmtilegt sjónvarpsefni að horfa á leiðtoga flokkanna þriggja í Reykjavík tala saman](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-03-07&file=4214488).

Getum við ekki fengið Davíð aftur í borgina?

Allavegana einhvern skemmtilegan, einhvern með púls, einhvern sem gæti einhvern tímann hugsanlega verið fyndinn. Ég þarf að fá mér kaffi til að vakna aftur eftir þessi ósköp.

Já, og nennir einhver að taka af skarið og senda þennan andskotans flugvöll út fyrir borgina. Það er hreinasta sturlun að hafa þetta í Vatnsmýrinni. Takk fyrir.