Bönnum þetta!

Ég legg hér með til að eftirfarandi sjónvarspefni verði bannað:

* Auglýsingar, þar sem litlir krakkar syngja jóla- eða páskalög
* Viðtöl við lítil börn í fréttatímum, þar sem þau eru spurð hvort þau viti hver ástæða hátíðahalda um jól eða páska sé.
* Öll viðtöl við borgarfulltrúa, sama hvort þeir séu í R-listanum eða Sjálfstæðisflokknum. Þau eru öll jafn slæm.

Hvað þarf maður annars að vera gamall til að finnast óskyld börn vera sæt eða skemmtileg?