Svíðþjóð

Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni.

Og þá er spurningin, í hvorri borginni á ég að eyða helginni? Ég hef aldrei komið til Svíþjóðar og veit harla lítið um túrisma í landinu. Hefði viljað kíkja á næturlífið og túristast eitthvað skemmtilegt. Einhvern veginn grunar mig að það sé meira að sjá í Stokkhólmi, en er samt ekki viss. Hefur einhver komið á báða staði og getur gefið mér hint? Er kannski eitthvað spennandi stutt frá annarri hvorri borginni? 🙂