Sinatra á kvöldin

Það var athyglisvert að skoða “[recent songs](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn)” listann í Audioscrobbler áðan. Ég var nefnilega að hlusta á [In the wee small hours](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000006OHD/qid=1111571508/sr=8-1/ref=pd_csp_1/102-3670526-9827367?v=glance&s=music&n=507846), sem er uppáhaldsplatan mín með Frank Sinatra, í gærkvöldi. Frank var í ástarsorg þegar hann tók upp plötuna og lagavalið er eftir því. Því leit AS listinn minn svona út í morgun:

1 Frank Sinatra – What Is This Thing Called Love
2 Frank Sinatra – When Your Lover Has Gone
3 Frank Sinatra – Can’t We Be Friends?
4 Frank Sinatra – I See Your Face Before Me
5 Frank Sinatra – I’ll Never Be The Same
6 Frank Sinatra – I Get Along Without You Very Well
7 Frank Sinatra – Glad to be Unhappy
8 Frank Sinatra – Mood Indigo
9 Frank Sinatra – Close To You
10 Frank Sinatra – In The Wee Small Hours Of The Morning

Það magnaða við þetta var að ég var í ljómandi góðu skapi í gærkvöldi, þrátt fyrir þennan fáránlega þunglyndislega lagalista. Reyndar var ég dálítið fúll eftir að hafa tapað í fótbolta, en samt í fínu skapi 🙂