5 daga frí

Ég er ekki mikill frí-á-Íslandi maður. Ég lifi fyrir sumarfrí og ferðalög, en ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að gera með þessi 4-5 daga frí, sem koma upp tvisvar á ári hér á Íslandi.

Byrjaði daginn á körfubolta með vinum mínum, sem var góð byrjun og sá til þess að ég fór allavegana útúr húsi. Núna veit ég hins vegar ekkert hvað ég á að gera við restina af fríinu. Það er sól í Vesturbænum og því fæ ég samviskubit við að horfa á sjónvarpið. Einnig er ég viss um að ég fæ samviskubit ef ég klára ekki tvö verkefni, sem ég hef dregið ansi lengi.

Foreldrar mínir, öll systkin og börn þeirra eru erlendis. Það er hreinlega magnað. Ég er því eini fjölskyldumeðlimurinn á Íslandi, þannig að varla kvarta ég yfir offramboði á matarboðum.

Ég er eiginlega hálf fúllt útí sjálfan mig fyrir nýta ekki fríið í að fara til útlanda. En ég meina hey. Ég reyni bara að gera eitthvað gagnlegt.


[Þetta blogg](http://www.gudrunveiga.blogspot.com/) er snilld.

Já, og stelpur. Ef ykkur vantar dagatal, þá [mæli ég með þessu](http://cheesedip.com/misc/thehoffcalendar05.doc).