Föstudagurinn

Í dag hef ég gert eftirfarandi hluti:

* Vaknað með hausverk og hálsríg klukkan 9
* Unnið í fjóra klukkutíma – og losnað þar með við samviskubitið
* Drukkið kaffi og búið mér til samloku.
* Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion, Queer Eye for the straight guy, Dismissed og Chapelle Show. Ég veit, ég er með magnaðan sjónvarpssmekk.
* Hreinlega farið á kostum í [MVP Baseball 2005](http://www.easports.com/games/mvp2005/home.jsp)
* Eldað nautasteik með sveppum og hvítlauksbrauði. Fokk, ég er svo góður kokkur að ég ætti hreinilega að opna minn eigin veitingastað.
* Drukkið fyrsta bjórinn minn í langan tíma.
* Hlustað á nýju Beck plötuna tvisvar sinnum.
* Hlustað á The Band.
* Þvegið þvott.

Jamm, þetta er búinn að vera merkilegur dagur.