Fullkominn endir á plötu

Kristján Atli var með [skemmtilegar pælingar á sinni síðu](http://jupiterfrost.net/index.php/a/2005/03/28/the_ending) um hvað væru bestu endalög á plötum að hans mati. Ég kommentaði hjá honum, en kommentið kom eitthvað skringilega út. Þannig að hérna eru mínar hugmyndir.

Ef að það á að velja bestu endalög á plötum, þá má að mínu mati bara telja lög, sem eru *frábær endir*á *frábærum plötum*. Ekki góð lög, sem slysast til að vera lokalag á lélgum plötum. Þetta verður að vera nokkurs konar toppur á plötunni.

Allavegana, án efa besti endir á plötu eru lögin *Brain Damage* og *Eclipse* af **Dark Side of the Moon**. Ekki nokkur einasta spurning. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á þau tvö lög.

Einnig:

*Empty Cans* af **Grand don’t come for free** með Streets
*Freebird* af **Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd** með Lynyrd Skynyrd
*Sad Eyed Lady of the Lowlands* af **Blonde on Blonde** með Dylan
*A Day in the Life* af **Sgt. Pepper’s** með Bítlunum
*Everything’s not lost* af **Parachutes** með Coldplay
*High Hopes* af **Division Bell** með Pink Floyd
*Oh! Sweet Nuthin’* af **Loaded** með Velvet Underground
Og svo auðvitað *Only in Dreams* af bláu plötunni með Weezer.

Þetta datt mér allavegana í hug eftir smá pælingar. Er þó ábyggilega að gleyma einhverju augljósu.