Stórkosleg uppfinning!

[Þetta](http://bicillin.media.mit.edu/clocky/) er einhver magnaðasta uppfinning seinni tíma.

Starfsmaður hjá MIT hefur hannað nýja tegund af vekjaraklukku. Klukkan inniheldur hjól og nemur hreyfingar. Hún virkar þannig að þegar þú ýtir á Snooze takkann, þá rúllar klukkan sér af náttborðinu og rúllar sér svo um herbergið. Þegar hún svo hringir í annað skiptið, þá er hún kominn á allt annan stað og þú þarft að standa upp og leita að henni til að slökkva á henni.

Snilld! Ég *þarf* eintak. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/40797))