Damn shit

Ég verð að játa að mér finnst þetta dálítið fyndið. Einhver gaur [tók sig til og fjarlægði](http://www.blog.ni9e.com/archives/2005/03/explicit_conten_1.html) allt úr laginu Straight outta Compton með N.W.A. *nema* blótsyrðin. Þannig að [þessi úrklippa](http://ni9e.com/nwa/straight_outta_compton_EDITED.mp3) er samansafn af öllum blótsyrðum í laginu. Nokkuð gott.


Annars mæli ég með piparsteikinni á Vegamótum. Fékk mér svoleiðis í kvöld. Það væri að ég held ágætis regla að fá sér alltaf steik á fimmtudögum. Af hverju datt mér þetta ekki fyrr í hug?

Fyrir utan það, þá veit ég hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um. Er alveg stopp þessa dagana.

Jú, ég á að halda matarboð á laugardaginn, en veit ekkert hvað ég á að elda. Einhverjar hugmyndir?