Til útlanda

Er að fara út í fyrramálið vegna vinnu. Byrja á því að fara til Varsjár í gegnum Stokkhólm. Verð þar í tvo daga. Annan daginn þarf ég að vinna, en hinn ætla ég að nýta í labb um borgina, sem ég gat ekki skoðað mjög vel síðast.

Þaðan fer ég svo á laugardaginn til Stokkhólms, þar sem ég ætla að eyða helginni. Fer svo á sunnudagskvöld til Gautaborgar, þar sem ég fer á fund. Þaðan aftur til Stokkhólms á tveggja daga ráðstefnu og svo heim þarnæsta föstudag.

Á morgun þarf ég sennilega að bíða á flugvellinum í Stokkhólmi í 6 tíma. Það er *eins gott* að þar sé eitthvað almennilegt hægt að gera.

Veit því ekki hversu algengar uppfærslur verða hérna næstu daga.