Íþróttahelgin mikla

Fyrir þessa helgi hafði ég ætlað mér þrjá hluti: að horfa á mikið af íþróttum í sjónvarpinu, að fara í ræktina að minnsta kosti einu sinni og að klára vefsíðu, sem ég er að vinna í.

Mér tókst að fara í ræktina (kl 10 á sunnudagsmorgni, no less) og ég er alveg við það að klára vefsíðuna. En menn hljóta samt að vera að grínast í mér varðandi þessa íþróttaviðburði. Dagskráin leit svona út (ég held með feitletruðu liðunum:

*Föstudagur:*
**Chicago Cubs** – Philadelphia: TAP
**Chicago Bulls** – Washington: TAP

*Laugardagur:*
**Chicago Cubs** – Philadelphia: TAP
**Boston Celtics** – Indiana Pacers: TAP

*Sunnudagur:*
Arsenal – **Liverpool**: TAP
**Chicago Cubs** – Philadelphia: í gangi – uppfært SIGUR

Jæja, það er semsagt einn sjens á því að mitt lið vinni þessa helgina ([Carlos](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/team/player.jsp?player_id=407296) er á svæðinu svo það er von).

Ef ekki, þá hef ég horft á SEX leiki um helgina og séð mín lið TAPA SEX SINNUM!

Ég spyr: ER ÞETTA EÐLILEGT?