Ég er búinn að eyða einum milljarði! Er ég ekki æði?

Ég þoli ekki þegar stjórnmálamenn [hrósa sjálfum sér fyrir það að auka útgjöld, búa til nýjar stofnanir og fjölga ríkisstarfsmönnum](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-05-11&file=4214653).

Af hverju er það sérstök ástæða til þess að monta sig að ríkið hafi aukið framlög til velferðarmála um einn milljarð?

Hvað segir sú tala mér annað en að ég þarf að borga meira í skatt? Af hverju er ekki sagt hverju þetta skilaði í stað þess að fólk monti sig af því einu að hafa eytt peningunum mínum? Skárra væri það ef að sagt væri að biðlistar hefðu styst um 300 manns, eða eitthvað slíkt. En að hrópa upp að ákveðinni upphæð hafi verið eytt og ætlast til þess að það réttlæti stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk er fásinna. Ekki fengi ég mikið hrós ef ég segðist hafa eytt 10 milljónum meira í auglýsingar á síðasta ári. Væntanlega fengi ég hrósið þegar að ég myndi útskýra í hvað ætti að eyða peningunum eða þá þegar fólk gæti séð árangurinn.


Annars er ég skráður inná vef ungra jafnaðarmanna. Þar hafa nokkuð margir sagt frá [niðurstöðum sínum úr þessu prófi](http://www.digitalronin.f2s.com/politicalcompass/questionnaire.php). Niðurstöðurnar mínar voru

Economic Left/Right: 1.13
Social Libertarian/Authoritarian: -4.36

Ég er hins vegar sá eini, sem er hægra megin við miðju af þeim, sem þarna hafa tjáð sig. Er ég kannski að ofmeta áhrif hægri krata í þessum flokki? Ætti ég kannski að gefast upp og ganga til liðs við Íhaldið? Nei, ætli það sé ekki fullmikið.