Helgin

Mikið er þetta búin að vera góð helgi.

Þetta byrjaði á því að ég fór með hópi frá vinnunni á Ungfrú Ísland á föstudagskvöld. Við vorum þarna 8 saman auk stelpunnar, sem var Oroblu stelpan í fyrra. Ég var þarna í matnum og alveg til enda. Fín skemmtun og aldrei þessu vant var ég sæmilega sáttur við úrslitin. Hefði reyndar viljað að [þessi stelpa](http://www.ungfruisland.is/fullungfru.php?lang=is&id=27) hefði unnið, en ég meina hey.

Við fórum svo saman niðrí bæ. Byrjuðum á Vegamótum og fórum svo á Hverfis. Ég skemmti mér frábærlega, en ég er núna kominn á það stig að ég þarf að finna mér nýja staði til að fara á. Þarf einhverja tilbreytingu. Einhverjar tillögur? Þarf góða tónlist, dansgólf, skemmtilegt fólk og sætar stelpur, helst á aldrinum 20-26 ára.


Allavegana,

Á laugardaginn fór ég á landsfund Samfylkingarinnar. Var þar stóran part dagsins. Ég var gríðarlega ánægður með bæði úrslitin í formanns- og varaformannskjörinu, sérstaklega auðvitað með varaformanninn. Held að Ágúst verði góður í því embætti.

Í gærkvöldi fór ég svo í matarboð til vina, þar sem ég var til klukkan 2. Deginum í dag hef ég svo eytt útá svölum, hlustandi á Dylan og lesandi [Fear and Loathing in Las Vegas](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0007204493/qid=1116799447/sr=8-1/ref=pd_ka_0/202-2944781-6415055), sem er snilld og [No Logo](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0006530400/qid=1116799472/sr=1-1/ref=sr_1_2_1/202-2944781-6415055).

Jamm, góð helgi, leiðinleg færsla. C’est la vie.

Tyrkland eftir tvo daga. Gott. Mjög gott.