Ferðadót uppfært

Eftir ferðalag undanfarinna mánuða ákvað ég að uppfæra aðeins heimskortið, sem ég [skrifaði um í janúar 2004](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/25/13.37.20/). Síðan þá hef ég heimsótt fjögur lönd: Svíþjóð, Tyrkland, Tékkland og Pólland. Hef ég því komið til 35 landa.

Kortið lítur því svona út:

**Norður-Ameríka**: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin

**Suður-Ameríka**: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Urugvæ, Venezuela

**Evrópa**: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland

**Afríka**: Ekkert

**Mið-Austurlönd**: Tyrkland

**Asía**: Ekkert

35 lönd


Einnig uppfærði ég Bandaríkjakortið mitt, þar sem ég ferðaðist talsvert um Bandaríkin í fyrra. Núna hef ég heimsótt 30 ríki af 50.

Alabama, Arizona, Arkansas, California, colorado, Cinnecticut, DC, Florida, Georgia, Illinois, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Maryland, Massachusetts, Michigan, Minnesota, Mississippi, Missouri, Nevada, New Hampshire, New Jersey, New Mexico, New York, Tennessee, Texas, Utah, Virginia, Wiscounsin.


Einnig uppfærði ég færsluna um [undir heimsins](https://www.eoe.is/gamalt/2004/07/04/17.49.57). Þar er ég núna kominn uppí 17, en þar hafa bæst við gamli bærinn í Prag, Hagia Sofia og Topkapi höllin í Istanbúl.