Ég þarf nörda-aðstoð

Ok, ég er með Firefox á Makkanum. Einsog einn lesandi Liverpool bloggsins benti mér á, þá birtast engir íslenskir stafir í Firefox á Makka. Þetta þrátt fyrir að síður einsog mbl.is og katrin.is birti íslenska stafi eðlilega.

Ég veit að þetta er eitthvað stillingaratriði í Firefox og hefur eitthvað með íslensku stuðning á Mac að gera. En víst að mbl.is og fleiri vefir virka, þá hlýt ég að geta gert eitthvað líka. Veit einhver hvað málið gæti verið? Vantar eitthvað í meta upplýsingar, eða er þetta eitthvað annað?

Öll hjálp mjög vel þegin 🙂