Þynnkumeðal

Ég ætla að forðast það að vera með miklar yfirlýsingar um að mér hafi tekist að finna lausn við þynnkavandamálum mínum. Einu sinni hélt ég m.a.s. að ég væri ónæmur fyrir þynnku. Fyrstu árin, sem ég drakk áfengi, þá varð ég aldrei þunnur.

En síðustu ár fæ ég alltaf verulega slæman hausverk daginn eftir drykkju. Hausverkurinn er vanalega svo slæmur að verkjalyf duga ekki á hann og því eyði ég öllum deginum í eymd og volæði.

Allavegana, ég er komin með ágætis lausn á þessu vandamáli, sem hefur virkað nokkuð vel síðustu skipti. Trixið er að still vekjaraklukkuna mjög snemma. Nógu snemma til þess að ég sé alver öruggur um að ég muni sofna aftur. Ég miða því vanalega við svona 5 tímum eftir að ég sofna. Ég vakna þá, fer fram og fæ mér tvær verkjatöflur og fer svo aftur að sofa. Þegar ég vakna svo aftur nokkrum tímum seinna er verkurinn mjög nálægt því að vera farinn. Þetta hefur allavegana virkað nokkrum sinnum.


Þetta virkaði í morgun. Ég var í útskriftarveislu í gær og drakk kannski pínku ponsu of mikið, enda var mikið af áfengi í veislunni og ég blandaði saman bjór, hvítvíni og gini. Það er ekki sniðugt.

En veislan var skemmtileg og ég fór svo með vinum mínum niðrí miðbæ. Fórum á Café Oliver, sem mér líst ágætlega á. Reyndar hafði loftið á staðnum þau áhrif á mig að ég varð verulega slappur. Ég leit sennilega hræðilega út og ég var í einhverjum erfiðleikum með að tjá mig almennilega.

Þannig að ég ákvað að fara heim. Ég var í jakkafötum og óþægilegum spariskóm, þannig að það var ekkert voðalega þægilegt að labba heim. Kíkti á Purple Onion og fékk mér shawarma, sem ég borðaði á leiðinni heim.


Já, og [Lifehacker](http://www.lifehacker.com) er snilldarsíða!