Ó, reggí

pericos1.jpgÞað virðist vera svo að allir, og mömmur þeirra séu að tapa sér yfir þessari íslensku reggíhljómsveit. Furðulegasta fólk virðist hafa keypt diskinn frá þeirri grúppu. Ég tilheyri þeim hópi ekki enn, en hlýt þó að fara að nálgast það, þar sem fólk virðist vera voðalega hrifið.

Allavegana, í tilfeni þessarar múgsefjunar, þá ætla ég að bjóða æstum lýðnum uppá mitt uppáhalds reggí lag. Það er einmitt með minni uppáhalds reggíhljómsveit, sem er hin argentíska *Los Pericos*. Algjört snilldarband, sem ég hlustaði *mjög* mikið á þegar ég bjó í Suður-Ameríku.

Þetta er mitt uppáhaldslag með þeim:

[Runaway (mp3 – 6,46mb)](https://www.eoe.is/stuff/Runaway.mp3)

Njótið.

Það er ekki hægt að forðast sumarskapið þegar maður hlustar á þetta lag, sama hvað þið rembist.

Allavegana, ég er farinn að fá mér te. Ætla ekki að eyða þessu kvöldi geispandi einsog fábjáni.

Talandi um te, þá er alveg fáránlegt að lesa [lista yfir það, sem grænt te](http://www.whfoods.com/genpage.php?tname=foodspice&dbid=146) á að gera manni gott. Það vekur mann ekki bara, heldur forðar manni frá allskonar krabbameinum, hjartasjúkdómum og bætir húðina. Enda finn ég það að ég verð fallegri með hverjum deginum, sem ég drekk græna teið mitt.