Góður dagur

Sko, í fyrsta lagi þá trúi ég því ekki enn að enginn hafi kommentað á [Los Pericos færsluna mína](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/15/18.17.22/index.php). Ég hélt að það myndi allt flæða yfir af tölvupóstum og kommentum, þar sem mér væri þakkað fyrir að benda fólki á þessa snilld. Er fólk kannski ekki að fíla þetta? Nei, það getur ekki verið.

Allavegana, ég var búinn í vinnunni í dag klukkan *hálf þrjú*. Ég ákveð reyndar minn eigin vinnutíma, sem þýðir vanaleg að ég vinn lengi, en í dag var ég sáttur við að hafa klárað ákveðið verkefni og ákvað að gefa mér frí. Fór í Kringluna, keypti mér föt, borðaði Serrano og kom svo heim. Er að fara í körfubolta með vinum mínum á eftir og svo er ég með starfsmannapartý fyrir Serrano fólk í kvöld og fer svo væntanlega í bæinn á eftir. Ég verð bara einn með partýið, þar sem Emil, hinn eigandinn, er úti. Það verður fróðlegt.

Svo ætla ég í útilegu um helgina. Það er sko eins gott að það verði sól um helgina. Annars afsala ég mér ríkisborgaréttinum og sæki um pólitískt hæli í Ástralíu.

Hver verður númer 200.000 á þessari síðu? Spennan er nánast óbærileg.