Fashion dos and don'ts

*Jæja, þá er komið að nýjum lið hérna á síðunni: Tískuhorn Einars.*

*Hérna er ein ráðlegging til íslenskra karlmanna.*

Það virðist vera svo að Capri buxur séu að verða vinsælli meðal íslenskra karlmanna. Þetta hefur verið að gerast smám saman síðustu ár, en núna í sumar virðist þetta vera voðalega vinsælt.

Allavegana, gott og vel að karlmenn skuli ganga í Capri buxum. En ef þeir ætla að gera slíkt, þá má EKKI, ég endurtek EKKI, ég endurtek aftur EKKI ganga líka í strigaskóm og háum sokkum! Til dæmis svona

Neibbs, ef menn ætla að ganga í svona buxum þá eiga þeir annaðhvort að sleppa sokkunum eða vera í sandölum. [Like so](https://www.eoe.is/myndir/SanFran-NY-Vegas/Pages/IMG_3143.html).

Takk fyrir.


Annars getiði hérna lært að [rífa í sundur símaskrá](http://www.sandowplus.co.uk/Competition/Coulter/Stunts/stunts1.htm#1). Þetta gæti komið að gagni seinna. Ég er að spá í að æfa mig í þessu og svo næst þegar ég fer á stefnumót ætla ég að vera með símaskrá í bílnum. Ef allt er að fara til fjandans tek ég upp símaskrána, öskra, ber mér á brjóst, ríf svo símaskrána í sundur og heilla þar með stelpuna uppúr skónum.

Ég get svo svarið það, ég ætti að stofna ráðgjafaþjónustu.