Án titils

Veit einhver hvar ég fæ [svona tæki](http://www.trulythefinest.com/prodDetail.cfm/11591) á Íslandi?


Ég gerði fullt gagnlegt og skemmtilegt um helgina, þrátt fyrir vandræði mín. Tók til heima (núna er aftur allt í drasli), kláraði smá vefsíðudót (by the way, veit einhver hvernig ég get fengið scrollbar á sprettigluggana á [svona síðum](http://www.danol.is/vorur/is/index.php)?), horfði á Alfie (sem mér fannst bara fín, mun betri en ég átti von á, fór í mat til mömmu og pabba, fór á Batman Begins í bíó (sem er góð!), grillaði nautasteik, þvoði föt, horfði á Seinfeld, horfði á Mexíkó tapa í Álfukeppninni (fokk!), horfði á Chicago Cubs vinna (Yes!), borðaði ís, las bækur og pantaði mér svo fullt af dóti á Amazon.

Fín helgi!


Annars, þá elska ég [Ask Metafilter](http://ask.metafilter.com/). Það er snilldarsíða. Þarna getur maður lagt fram spurningar um allt milli himins og jarðar og fengið fullt af svörum frá kláru og skemmtilegu fólki. Ég setti til dæmis inn [eina spurningu í gær](http://ask.metafilter.com/mefi/20387) og fékk strax fullt af sniðugum svörum. Ákvað að panta mér strax nokkrar bækurnar, sem mælt var með.