Kanye, golf og markaðsmál

Ef ég byggi í Bandaríkjunum, þá myndi þetta sennilega hljóma einsog ég hefði verið að uppgötva Coldplay í fyrsta skipti, en allavegana, ég var að uppgötva Kanye West. Hef náttúrulega hlustað á plötur, sem hann hefur pródúserað, en undanfarna daga hef ég verið að hlusta á [College Dropout](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0001AP12G/qid=1120257776/sr=8-1/ref=pd_bbs_ur_1/002-5442069-0116005?v=glance&s=music&n=507846), þar sem hann rappar sjálfur. Allavegana, platan er æði! Mæli með henni, líka fyrir ykkur sem segist ekki fíla hip-hop. *Never Let Me Down* og *We Don’t Care* hafa verið á repeat.


Áðan spilaði ég golf í fyrsta skipti í heilt ár. Vinnan mín var með smá golfmót uppá Bakkakotsvelli. *Hólí Móses* hvað ég var lélegur. Ég þurfti að útskýra fyrir þeim, sem ég spilaði með, að ég hefði actually spilað golf áður á ævinni. En það er ár síðan ég spilaði síðast og ég var búinn að gleyma öllu. Ég á eftir að vera með harðsperrur á morgun eftir öll vindhöggin. Ég meina VÁ hvað ég var lélegur. VÁááá!!!


Mér finnst það voða skemmtilegt að núna eru í gangi fjórar markaðsherferðir, sem ég hef yfirumsjón með. Held að ég hafi aldrei verið jafn aktívur.

Í fyrsta lagi er það Vivana ís, sem er í gangi í sjónvarpi og á fullu í búðum. Fituminni ís frá Nestlé, sem ég mæli hiklaust með. Ég vann auglýsinguna frá grunni með auglýsingastofunni og var það nokkuð skemmtileg vinna. Er líka nokkuð sáttur við auglýsingarnar og hef fengið mjög jákvætt feedback.

Ég er líka með Lion Bar á fullu í sjónvarpi og bíóum. Notum þar franska auglýsingu, sem virkar að mínu mati vel. Súkkulaðið hefur líka breyst og er miklu betra en það var áður. Enda hefur herferðin líka gengið þvílíkt vel.

Svo er það Nescafé Colombie, sem er herferð unnin eftir minni hugmynd. Allar auglýsingarnar í þeirri herferð eru íslenskar, teiknaðar af strákum hjá Vatíkaninu.

Síðast er það svo Nescafé Latte, sem er reyndar einungis dagblaðaherferð.

Í viðbót við þetta hef ég verið með birtingar á Baci súkkulaði, sem og auglýsingar fyrir nýjar tegundir af Yorkie. Þetta er ábyggilega nýtt met.


Umfjöllun mín um [DV og Hér og Nú](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/30/09.56.22/) rataði alla leið í dagblöðin. Hvaða dagblað? Nú, DV auðvitað. Síða 31 í dag. Ekki virðist það hafa aukið traffíkina á þessa síðu, en flettingar eru 533 í dag (innlit 234), miðað við svona 750-800 vanalega (um 350-400 innlit)