McD búningar

Þetta er stórkostlegt: McDonald’s [ætlar að eyða **80 milljónum bandaríkjadala** í að fá hip-hop tískufyrirtæki einsog SeanJohn, Tommy Hilfiger, Fubu](http://www.suntimes.com/output/news/cst-nws-mac06.html) og fleiri til að hanna nýja búninga á starfsfólk staðanna.

Ég hannaði Serrano búningana með einhverjum gaur hjá bolafyrirtæki á svona 15 mínútum og að mínu mati eru þeir umtalsvert smekklegri en McDonald’s búningarnir, þannig að þetta ætti að vera auðvelt verk.