Tölvuleikir

Ég hef spilað Grand Theft Auto: San Andreas allmörgum sinnum. Í þeim leik hef ég t.a.m.

* Drepið fólk með sveðju
* Drepið hóp af skólakrökkum með handsprengju
* Lamið gamlar konur til óbóta
* Keyrt yfir hóp af túristum á skriðdreka.

Allt þetta og meira var mögulegt í leiknum. Hins vegar þá hefur hann hingað til ekki verið algjörlega bannaður börnum. Leikurinn var einungis bannaður 17 ára og yngri.

Núna hefur hins vegar verið ákveðið að banna leikinn innan 18 ára. Er það vegna þess að það er hægt að drepa gamlar konur með vélsög? Neibbs. [Ástæðan er að núna er hægt að sjá ber kvenmannsbrjóst í leiknum](http://www.usatoday.com/tech/products/games/2005-07-20-gta-sex_x.htm).

Jamm, fólk er fífl.