Varðhald

Halli: [Íslensk heimska](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000282.html)

>Ímyndið ykkur hortugheitin að Íslendingar haldi að þeir geti auðveldlega keypt sér flugmiða, klætt sig í réttu fötin og farið út í heim að berjast fyrir því sem rétt er, og ef þeir lenda í vandræðum þá segja þeir bara “nei, þú skilur ekki, ég er Íslendingur”.

>Þú ert Íslendingur að blanda þér í mál sem kosta líf tuga manna á hverjum degi. Strætóar eru sprengdir í loft upp, túristar skotnir í hnakkann, og konur pyntaðar og þeim nauðgað. Það skiptir engu máli hvort þú flytjir til Spánar að hjálpa Böskum, kaupir þér vélbyssu og felubúning og fljúgir til Írak að berjast á móti íröskum skæruliðum, eða flytjir til Amsterdam og slæst í för með hústökufólki.

Mér langar að skrifa langan pistil um fréttaflutning af þessari stelpu, sem vondu kallarnir handtóku, en ég nenni því ekki í svona góðu veðri. En pistillinn hans Halla er svosem ágætis innlegg.