Ströndin

Meðan ég var andvaka í gær gerði ég svosem ýmsa hluti. Ég horfði á Cubs vinna baseball leik í beinni útsendingu frá Chicago og lét mig dreyma um að vera á þriðjudagskvöldi á Wrigley Field, drekkandi bjór og horfandi á baseball.

Kláraði einnig að lesa [The Beach eftir Alex Garland](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/1573226521/qid=1122383936/sr=8-1/ref=pd_bbs_sbs_1/102-5988735-5526567?v=glance&s=books&n=507846). Þegar ég [spurðist](http://ask.metafilter.com/mefi/20387) fyrir um bækur tengdar Suð-Austur Asíu, þá var mælt með þessari bók. Ég hafði einhvernt tímann horft á myndina með Leo DiCaprio, en ég gafst uppá þeirri mynd eftir um klukkutíma. Bókin er umtalsvert betri. Samt öðruvísi en ég átti von á. Aðeins rólegri en ég átti von á miðað við allar lýsingarnar.

Þegar ég byrjaði að láta mig dreyma um ferðalög keypti ég fulltaf Suðaustur-Asíu tengdum bókum. Næst á dagskrá er [Lands of Charm and Cruelty : Travels in Southeast Asia](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/0679742395/qid=1122384292/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl14/102-5988735-5526567?v=glance&s=books&n=507846) og svo [The Things they carried](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/0767902890/qid=1122384541/sr=8-1/ref=pd_bbs_sbs_1/102-5988735-5526567?v=glance&s=books&n=507846)