Maður

Mikið hljómar það virðulega þegar ég er kallaður [ungur maður](http://www.kjanaprik.is/dagbok/?p=1974) 🙂


Ég hef ekki nennt að skrifa neitt um stjórnmál eða íslensk þrætumál á þessa síðu. Það er kannski merki um hversu lítið hefur gerst undanfarna mánuði. Eeeen, í alvöru talað, er það eitthvað sérstakt [markmið að breyta Íslandi í Búrma](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=50415)? Úr frétt á Vísi.is:

>Ólafur (hluti af mótmælendum á Káranhjúkum – innsk. EÖE) segir ómerktan sendiferðabíl á vegum lögreglunnar hafa verið einungis nokkra metra frá þeim í nótt. Honum mislíkar að svo grannt sé fylgst með þeim og vill meina að brotið sé á rétti þeirra. Hann vill ekki gefa upp hvert ferðinni er heitið og segir að mótmælum verði haldið áfram.

Af hverju álítur Lögreglan mótmælendur vera hættulegasta fólkið á landinu? Þetta er enn eitt bjánadæmið í tengslum við meðhöndlum lögreglunnar á fólki, sem mótmælir aðgerðum þessarar ríkisstjórnar eða ríkisstjórna annarra landa. Allt frá kínverska fimleikafólkinu til þessara umhverfissinna.

Í stað þess að fara með þetta fólk einsog glæpamenn, þá ætti að veita þeim orður fyrir að nenna að húmast í skítakulda uppá hálendi Íslands til að mótmæla heimsku þessarar ríkisstjórnar.