Bensínverð

Ekki hef ég trú á að undirskriftarsöfnun muni lækka bensínverð á Íslandi. En öllu athyglisverðari er [þessi tafla yfir bensínverð í ýmsum löndum heims](http://money.cnn.com/pf/features/lists/global_gasprices/).

Dýrasti lítrinn á þessum lista er í Hollandi, en þar kostar gallon af bensínu 6,48 dollara. Hvað kostar gallonið á Íslandi? Jú **6,82 dollara**. Auðvitað erum við númer 1! Við erum langbest!

Gallonið í Venezuela kostar 0,12 dollara. Það þýðir að lítrinn af bensíni á bensínstöð í Caracas kostar rúmar 2 krónur (já, tvær krónur). Þegar að ríkisstjórnin í Venezuela ætlaði að hækka bensínverð þegar ég bjó þar, þá kveiktu rútubílstjórar í bílum og lokuðu götum, þannig að ég komst ekki í skólann. Mikið var það nú gaman.