Ferðaplan

Ég fæ engin verðlaun fyrir það að vera skipulagður í ferða undirbúningnum mínum. Er eiginlega búinn að vera of busy í vinnu til þess að klára hlutina og skipuleggja.

Var að raða ofaní minningarkistuna mína þegar ég sá allt í einu bólusteningarskírteinið mitt og fattaði að ég steingleymdu að láta bólusetja mig. Gulu sprautan er orðin 10 ára gömul og eitthvað annað var útrunnið. Hringdi því og grátbað konuna á símanum um að redda mér tíma. Sem hún og gerði. Þvílíkt yndi. Þannig að á morgun ætla ég að láta sprauta mig fullan af einhverjum viðbjóði. Vona bara að ég sé ekki inná malaríu-svæðum, svo ég þurfi ekki að taka hryllings-malaríutöflurnar, sem allir tala svo illa um.

Svo hérna heima eftir Liverpool leikinn, þá fór ég að pæla í flugum frá Washington til Mið-Ameríku. Ég ákvað með Genna að það væri betra að við myndum hittast á heimleiðinni og því ætla ég að reyna að fljúga beint til Mexíkóborgar án stopps í Washington og fljúga svo á bakaleiðinni frá Guatemala borgar til Washington og heimsækja Genna og Söndru í tvo daga.

Ég fór svo að hugsa með mér áðan…. heimsækja Genna og Söndru… hhmmmmm… Washington… hmmmm……. *Hólí sjitt*, þau búa í Bandaríkjunum og ég er með gamalt vegabréf. Þannig að núna þarf ég að redda mér nýju (DAMN you, Osama!) vegabréfi og þarf að fá sérstaka flýtimeðferð, sem þýðir að ég þarf að borga 10.000 kall. Ég er ekki sáttur, því ég elska vegabréfið mitt. Ég fékk það einmitt útí Mexíkó vegna þess að því gamla var rænt af mér á lestarstöð í Mexíkóborg fyrir 8 árum.

En vegabréfið mitt er svo uppfullt af gömlum stimplum (í vegabréfinu eru stimplar frá Guayana, Argentínu (2 stk), Chile, Uruguay, Kúbu, Kólumbíu, Ekvador, Perú, Venezuela, Paragvæ, Tékklandi, Póllandi (2stk), Bandaríkjunum (10 stk), Bólivíu, Tyrklandi og Kanada), sem ég verð aldrei þreyttur á að fletta í gegnum þegar ég er að bíða eftir flugi á leiðinlegum viðskiptaferðalögum. Stimplarnir vekja alltaf upp skemmtilegar minningar. En svona er þetta nú, ég verð víst að fá mér nýtt vegabréf og byrja að safna stimplum uppá nýtt.