Tónar

Nýji síminn minn er algjört æði. Eini gallinn er að hringitónarnir eru allir óþolandi. Þar sem að ég gleymi oft símanum á skrifborðinu inní vinnu, þá vil ég hafa tón, sem gerir starfsfólkið þar ekki geðveikt.

Veit einhver hvar ég get fundið .MP3 hringitóna, sem eru bara einfaldir. Einföld hringing, ekki einhver brjáluð lög með flautum og látum. Ég hef prófað að hafa gott lag sem hringitón, en ég kann best við að hafa bara einfaldan tón. Hins vegar þá finn ég ekkert svo einfalt á netinu.


Einnig, ef þú ert vinur minn og átt heima í símaskránni í símanum mínum. Málið er að gaurarnir hjá Samsung umboðinu eyddu allri símaskránni minni og ég er því í djúpum skít varðandi símanúmer vina og kunningja. Ég man svona 2 númer hjá vinum mínum, en öll önnur númer man ég ekki. Er búinn að finna flest vinnu símanúmerin, en er of latur til að leita upp öll vinanúmer.

Þannig að ef þú ert vinur minn eða kunningi og veist að þú átt að vera í símaskránni minni, sendu mér email á einarorn ( @ ) gmail.com. Mig vantar sem flest gsm og heimanúmer. Vantar til að mynda öll númer hjá stelpunum í mínum vinahóp.