Extra Gravity

Ég vil bara koma því á framfæri að ég ELSKA The Cardigans. Nýja platan, [Super Extra Gravity](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#) er æði og Nina Perrson er mest sexí söngkona í heimi. Það eru kannski til sætari söngkonur í þessum heimi, en betri blanda af rödd, útliti og attitúdi er ekki til.

En það breytir svo sem ekki öllu, því tónlistin er fokking frábær.

Fyrsta smáskífan, “*I Need Some Fine Wine And You, You Need To Be Nicer*” (hægt að sjá myndbandið með því að smella á “Play Video” á [þessari síðu](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#)) er fáránlega grípandi og restin af plötunni er ekki síðri. Fyrir ykkur, sem haldið að *Lovefool* sé á einhvern hátt einkennandi fyrir þessa hljómsveit, þá hvet ég ykkur til að gefa henni sjens.