Bækur á ferðalagi

Þessar rútuferðir, sem ég þurfti að þola í Mið-Ameríku, urðu til þess að ég hafði talsverðan tíma til að lesa á ferðalaginu. Ég var voðalega ánægður með allar bækurnar, sem ég las. Greinilega heppinn með valið.

Allavegana, þessar bækur komst ég yfir.

[Tuesdays with Morrie](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0751529818/qid=1129925218/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl/026-0996360-0266020) – Mitch Albom: Sami gaurinn og skrifaði “Five people you meet in heaven”. Jú jú, alveg nokkrir góðir punktar varðandi lífið og allt það. En samt ekkert sérstaklega minnistæð bók.

[Little Children](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0749083042/qid=1129925244/sr=2-2/ref=sr_2_3_2/026-0996360-0266020) – Tom Perrotta: Frábær bók! Fjallar um líf ungra foreldra í úthverfi í Bandaríkjunum. Ég las bókina á met-tíma. Með skemmtilegri bókum, sem ég hef lesið að undanförnu. Mæli hiklaust með henni.

[Being There](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0553279300/qid=1129925269/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Jerzy Kosinski: Fín bók, sem ég hélt þó að væri betri.

[The Things they Carried](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0006543944/qid=1129925292/sr=1-1/ref=sr_1_11_1/026-0996360-0266020) – Tim O’Brien: Frábært samansafn af smásögum úr Víetnamstríðinu. Ein besta stríðsbók, sem ég hef lesið. Mæli líka með þessari.

[About a Boy](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0140285679/qid=1129925322/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Nick Hornby: Ég las tvær Hornby bækur í ferðinni. Þessi er góð, en þó skemmir það umtalsvert fyrir að hafa séð myndina.

[How to be Good](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0140287019/qid=1129925338/sr=1-3/ref=sr_1_2_3/026-0996360-0266020) – Nick Hornby: Fín bók, en nær samt ekki þeim hæðum, sem hinar Hornby bækurnar ná.

[Popcorn](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0552771848/qid=1129925358/sr=1-1/ref=sr_1_2_1/026-0996360-0266020) – Ben Elton: Virkilega góð bók. Svartur húmor af bestu gerð.

[On the Road](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0142437255/qid=1129925374/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Jack Kerouac: Jensi lánaði mér þessa bók á íslensku fyrir mörgum árum, en af einhverjum ástæðum hef ég aldrei komist í gegnum hana. Var alltaf hálf svekktur yfir því og ákvað því að kaupa mér hana á ensku og lesa hana þegar ég væri á ferðalagi. Fannst það mjög við hæfi. Þegar ég loksins komst yfir fyrstu kaflana, þá er bókin frábær.

Mæli einna helst með Little Children, The Things they Carried og On The Road. En allar bækurnar eru þó tímans virði.