Hugmyndir?

Ok, ég er að fara til Amsterdam um helgina. Á fund í borginni á mánudaginn og ætla að nýta tækifærið og eyða helginni í borginni.

Ég hef ekki farið til borgarinnar síðan ég var 7-8 ára og það eina, sem ég man eftir eru bátar og hús Önnu Frank. Þannig að ég veit lítið um borgina og hef lítið skoðað. Auk þess var ég 7-8 ára og Amsterdam er ekki beinlínis þekkt fyrir barnaskemmtanir.

Allavegana, er einhver með hugmyndir að því hvað við eigum að gera í Amsterdam. Ég verð með stelpu, þannig að hugmyndir einsog að eyða öllum tímanum flakkandi á milli hóruhúsa í Rauða Hverfinu, eru ekki alltof sniðugar. En ég er opinn fyrir öllu.

Oftast eru skemmtilegustu hlutirnir í borgum einhverjir litlir hlutir, sem ferðabækur minnast ekki á. Vitiði um eitthvað slíkt fyrir Amsterdam?