Prófkjör

Það er eitthvað skrítið að koma yfir mig. Kannski eitthvað svipað og virðist vera að koma yfir [Möggu](http://maggabest.blogspot.com/2005/11/skipt-um-skoun.html). Mér líst nefnilega bara helvíti vel á Gísla Marten sem borgarstjóra. Nú hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn á minni ævi, en svei mér þá ef að ég myndi ekki freistast til að láta af því verða ef að Gísli myndi slá til. Kannski er þetta bara eitthvað stundarbrjálæði hjá mér og kannski mun ég eftir nokkra daga reyna að þræta fyrir það að ég hafi nokkurn tímann skrifað þessi orð. En svona líður mér í dag.
Continue reading Prófkjör