Down to the river

Samband mitt við Bruce Springsteen er býsna skrýtið. Bróðir minn var (er) mikill Bruce Springsteen aðdáandi og þegar ég var lítill og horfði upp hans, þá reyndi ég að komast inní tónlist Springsteen. Átti einhverjar plötur með honum, en var eiginlega fastur í Born in the U.S.A. og elskaði þá plötu útaf lífinu þegar ég var kannski 10 ára gamall.

Svo varð ég eldri og ákvað að Springsteen væri hallærislegur (og þá sérstaklega Born in the U.S.A.) og nennti ekki að hlusta á hann lengur. En fyrir nokkrum árum eignaðist ég The Rising, plötuna sem Springsteen samdi eftir 11.september og varð aftur hrifinn. Ákvað að gefa honum aftur sjens.

Og hef ekki séð eftir því.

Hef verið fastur í eldgömlu efni, sem Bruce samdi þegar hann var á svipuðum aldri og ég er núna. Einhvern veginn finnst mér ég geta tengt við svo margt af þessu, þrátt fyrir að okkar líf séu náttúrulega einsog svart & hvítt.

Allavegana, ég þekki ekki einn einasta mann á mínum aldri, sem fílar Springsteen, þannig að ég ætla að reyna að breiða út boðskapinn. Ég held að góð leið sé að byrja á uppáhaldslaginu mínu með honum, The River af samnefndri plötu:

The River – Bruce Springsteen – 4,8 mb – MP3 skrá

Þetta lag er hreint stórkostlegt. Ég fæ gææææsahúð þegar ég heyri í munnhörpunni í byrjun lags.

Her body tan and wet down at the reservoir

At night on them banks I’d lie awake

And pull her close just to feel each breath she’d take

Now those memories come back to haunt me

they haunt me like a curse

Is a dream a lie if it don’t come true

Or is it something worse

that sends me down to the river

though I know the river is dry

That sends me down to the river tonight

Fyrir byrjendur, þá mæli ég hiklaust með allri The River plötunni og svo Born to Run, en titillagið á þeirri plötu er einmitt annað uppáhaldslagið mitt með Springsteen. Gefið manninum sjens.