Halló aftur

Krææææææst!

Smá breyting á server, sem átti ekki að taka nema nokkra klukkutíma endaði á því að taka 4 daga og kallaði á endalaust vesen og pirring.

En síðan er komin upp. Reyndar í tómu rugli, en það lagast. Er komin með Movable Type 3.2 og get ekki importað gömlu færslunum. Þær koma allar með einhverja fucked-up íslenska stafi (hefur einhver reynslu af þessu?).

Allavegana, ég ætla að koma síðunni í lag á næstu dögum og svo smám saman koma upp þeim hlutum, sem ég ætlaði að bæta við á nýjum server. Þetta verður allt mikið betra.

En núna er ég hins vegar fullkomlega uppgefinn. Þetta er búinn að vera erfið vika í öllum hugsanlegum merkingum þess orðs. Núna ætla ég að leggjast niður á sófann, klára Chow Mein-ið mitt og horfa á sjónvarpið. Ég á hvíldina skilið, sama hvað þið segið.