Sælar stúlkur, þið lítið vel út í dag

Þulurinn í íslenska “Bachelor-num” talar yfir lautarferð tveggja þáttakenda í San Fransisco. Útúr honum kemur eftirfarandi SNILLD:

>Súr eða sæt orð fyrst og fremst ætluð eyrum tveggja blandast Nizza súkkulaðinu, sem læddist með að heiman.

BESTA . LÍNA . Í . ÍSLENSKU . SJÓNVARPI . EVER !


**– BATCHELOR SPOILER –**

Ég hef ekki horft á síðustu þrjá þætti af Bachelornum, en í kvöld var ég að gera vaktaplan á Serrano fyrir jólin, sem er gríðarlega mikið púsluspil og því hafði ég þáttinn á í bakgrunninum. Það var vel þessi virði enda var rósa athöfnin án efa einn neyðarlegasti sjónvarspviðburður á Íslandi fyrr og síðar.

Fyrir þá, sem sáu þáttinn ekki og ætla ekki að horfa á hann, þá voru þrjár stelpur eftir. Þegar að gaurinn velur fyrstu stelpuna af tveim til að gefa rós, þá *hafnar* [hún](http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/bachelor/stulkurnar/stulka/store63/item224/) honum (þetta var að mínu mati langframbærilegasta stelpan í þættinum – og alltof sæt fyrir þennan gaur). Þá voru eftir tvær stelpur, en augljóst að hann hafði bara ætlað að hafa aðra þeirra áfram. Eftir að fyrsta stelpan hafnar honum, kallar hann á þá [næstu](http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/bachelor/stulkurnar/stulka/store63/item211/) og hún þiggur rósina. Svo þarf hann að kalla á þá [þriðju](http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/bachelor/stulkurnar/stulka/store63/item212/), sem er ein eftir og eflaust sú, sem hann ætlaði ekki að velja í upphafi.

Þegar hann býður henni svo rósina, þá vill hún ekki taka við henni vegna þess að hún heldur að rósin hafi verið ætluð fyrstu stelpunni. Þá tekur við vandræðalegasta móment í sögu sjónvarps. Bachelorinn áttar sig á að það gæti endað svo að tvær stelpur myndu hafna honum í þættinum og hann myndi sitja eftir með síðustu stelpuna. Þetta var stórkostlegt sjónvarpsefni. Hann varð greinilega fúll þegar hún hafnaði honum, en að lokum ákvað hún að þiggja rósina með semingi og án þess að kyssa hann takk.

Það er varla hægt að lýsa þessu almennilega. Hvet fólk til að skoða atriðið þegar að þátturinn kemur á netið. Það er vel þess virði. 🙂

Ég er orðinn verulega spenntur fyrir lokaþættinum, sem hlýtur að verða stórkostleg skemmtun. En allavegana, ég ætla að drífa mig útí búð og kaupa mér Nizza.