Elvis og skotárásir í Írak

Hérna á [þessari síðu](http://www.crooksandliars.com/2005/11/27.html#a6076) er hægt að skoða [þetta myndband](http://movies.crooksandliars.com/Aegis-PSD.mov) þar sem sýnt er hvar bandarískir öryggisverðir frá einkareknu öryggisfyrirtæki skjóta á almenna borgara að því er virðist þeim til skemmtunar.

Til að gera þetta enn súrealískara er þetta allt gert undir tónlist Elvis Presley. Sjá [frétt um þetta í Sunday Telegraph](http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2005/11/27/wirq27.xml&sSheet=/news/2005/11/27/ixworld.html). Málaliðar á vegum Bandaríkjamanna hafa áður valdið ólgu í Írak, en hegðun þeirr var upphafið af uppreisninni í Fallujah.

Já, og forsætisráðherra Íraks segir að mannréttindabrot séu núna [alveg jafn slæm](http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1651789,00.html) og þau voru í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Hvað ætli Halldór og Davíð segi við því?


Einnig mæli ég [með þessari grein](http://www.latimes.com/news/nationworld/world/la-fg-colonel27nov27,0,6096413,full.story):

>In e-mails to his family, Westhusing seemed especially upset by one conclusion he had reached: that traditional military values such as duty, honor and country had been replaced by profit motives in Iraq, where the U.S. had come to rely heavily on contractors for jobs once done by the military.

Westhusing, virtur yfirmaður í bandaríska hefnum fannst látinn fyrr á árinu. Í vagninum hans fannst miði með þessari spurningu:

> How is honor possible in a war like the one in Iraq?