My hump, my lovely lady lumps

Ég komst fyrir einhverjum dögum á þá skoðun að My Humps með Black Eyed Peas væri hryllilegasta lag allra tíma. Samblanda af því að laglínan hljómar einsog hringitónn, fáránlegasta texta í heimi og almennum leiðindum í laginu, gerði það að verkum að ég komst á þessa skoðun.

Sem er athyglisvert í ljósi [þessarar færslu á MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/47391) þar sem fólk skrifar um það hversu hræðilegt þetta lag er. Þannig að fólk virðist almennt séð sammála mér.

Það besta við þetta allt er þó að skoða [heimatilbúin vídeó við lagið](http://video.google.com/videosearch?q=my+humps&btnG=Search+Video). [Þetta myndband](http://video.google.com/videoplay?docid=-759345987677277187&q=my+humps) er til dæmis hrein snilld.

Einsog ég sagði, þá er textinn ódauðlegur:

>What u gon’ do with all that ass?
All that ass inside them jeans?
I’m a make, make, make, make you scream

og svo þetta:

>They say I’m really sexy,
The boys they wanna sex me.
They always standing next to me,
Always dancing next to me,
Tryin’ a feel my hump, hump.
Lookin’ at my lump, lump.
U can look but you can’t touch it,
If u touch it I’ma start some drama,

Á hvaða lyfjum er þetta fólk eiginlega?

(Skrifað í gærkvöldi)