Uppboð: Tæki og nýjir hlutir

(Sjá nánar um [uppboðið mitt hér](https://www.eoe.is/uppbod))

Jæja, þá er komið að fyrsta lið uppboðsins míns til styrktar fátækum í Mið-Ameríku. Í þessum hluta ætla ég að bjóða tæki og nýja hluti. Þarna eru m.a. Playstation 2 tölva, Real Madrid treyja, rauðvín, þurrkari og fleira.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin hér að neðan. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Mundu að setja þitt rétta nafn og töluvpóstfang með. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á miðvikudaginn, 14.desember 2005.
Continue reading Uppboð: Tæki og nýjir hlutir