Jólakort

Ein stutt spurning: Finnst ykkur við hæfi að einstaklingur, sem er ógiftur og á engin börn, sendi myndir af sjálfum sér með jólakortum (hugsanlega frá ferðalögum til Ameríku, sem þessi einstaklingur gæti hafa farið í)? Gerir það kortin persónulegri, eða er það bara asnalegt? Hvort vilduð þið frekar fá? Má kannski bara senda barnamyndir með jólakortum?

Þessi einstaklingur er að fara að hefja jólakortaskrif í fyrsta skipti og honum leiðist ógurlega að fá jólakort, þar sem bara stendur á “takk fyrir árið – kveðja X&X”.