Piparsveina-uppgjör

Ég horfði á lokaþáttinn á Bachelor í kvöld og svo sem lítið hægt að segja um þáttinn, enda lítið spennó sem gerðist. Hann valdi Jenný og þau eru voða ánægð. Gott mál.

Þátturinn á eftir þar sem tekin voru viðtöl við þáttakendur var öllu skárri.


Jenný var spurð útí [forsíðu DV í gær](http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dv/051214.jpg) en þar sést hún kyssa stelpu á djamminu (hún er þarna til hægri við mig og nágranna minn, Guðna Ágústs). Jenný sagði að þetta væri ósköp eðlilegt að kyssa stelpu á djamminu og henni þótti ekkert óeðlilegt að gera það á meðan hún væri í sambandi með strák.

Halló, halló, halló! – er ég orðinn svona gamall? Hvenær varð það *normal* að stelpur kysstust á djamminu? Varð þetta til þegar að menn fóru að taka reglulega myndir á skemmtistöðunum? Eru stelpur að gera þetta af því að þeim finnst þetta vera svona mikið æði, eða halda þær að þetta sé svona mikið “turn-on” fyrir okkur karlmenn?

Já já, ég *veit* að þetta hefur verið í tísku í einhver ár, en finnst öllum þetta eðlilegt? Hver er tilgangurinn? Varla eru það tilfinningar, víst Jenný finnst ekkert óeðlilegt við að gera þetta meðan hún er í sambandi.

Æji, ég vil ekki hljóma einsog einhver tepra og því verð ég sennilega að fagna því að allar stelpur séu að kyssast hægri og vinstri. Húrra! Áfram [stelpur](http://maggabest.blogspot.com/2005/12/pepp-pistill.html)!


Uppáhaldslínan mín í þættinum hennar Sirrýjar.

>Það eru hérna inni hommar og lesbíur – það er alveg klárt mál.

Jammmmm!